Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Meistaranámskeið með Víkingi Heiðari píanóleikara

19.11.2017 23:33

Meistaranámskeið með Víkingi Heiðari í sal Tónlistarskólans laugardaginn 25. nóvember kl. 13-18.

Laugardaginn 25. nóvember verður haldið meistaranámskeið í samstarfi Tónlistarskóla Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Leiðbeinandi verður Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari.

Námskeiðið fer fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi 11, frá kl. 13 - 18.

Sex nemendur í framhaldsnámi koma fram sem virkir þátttakendur, tveir frá hverjum skóla. Auk þess að leiðbeina nemendunum, mun Víkingur tala um píanótækni, upphitun og æfingatækni.

Allir nemendur skólanna, foreldrar og vinir eru velkomnir að hlusta og píanónemendur í mið- og framhaldsnámi eru sérstaklega hvattir til að missa ekki af þessu tækifæri.

 

Til baka
Hafðu samband