Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur á ferð og flugi í desember!

28.11.2017 11:24

Nemendur fara út um víðan völl og spila á hinum ýmsu stöðum í bæjarfélaginu í desember auk þess sem þeir eru að spila á hefðbundnum jólatónleikum bæði í tónleikasal skólans í Kirkjulundi, Vídalínskirkju og Bessastaðakirkju. Það má sjá upplýsingar um þá tónleika undir flipanum "viðburðir" hér til hægri á síðunni.

Laugardaginn 2. desember er jóla- og góðgerðardagur í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi frá kl. 12.00-16.00. Þar koma m.a. fram flautunemendur, gítar- og sellónemandi.

Á Garðatorgi verða ljósin tendruð á jólatrénu kl. 16.00 og þar mun elsta blásarasveitin okkar koma fram.

Sunnudaginn 3. desember koma nokkir flautunemendur og fiðlunemendur fram í aðventumessu í Bessastaðakirkju kl. 17.00.

 Nemendur koma fram í Vídalínskirkju og spila fyrir eldri borgara í desember.

Öllum nemendum í 2. og 3. bekk í bæjarfélaginu er boðið á jólastund í tónlistarskólanum þar sem nemendur skólans ásamt hljómsveit hússins koma fram og ýmislegt fleira verður á döfinni í desember.

Svo má sjá upplýsingar um hvenær hver kennari er með jólatónfundi undir flipanum "Tónfundir" .

 

Til baka
Hafðu samband