Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna 27. janúar

23.01.2018 13:24
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna 27. janúar

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna heldur árlega tónleika sína í Langholtskirkju laugardaginn 27. janúar næstkomandi kl. 16.00 að loknu þriggja vikna námskeiði í hljómsveitarleik.

 

Hljómsveitarnámskeiðið er samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla; Tónlistarskóla Garðabæjar, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Í ár taka 12 nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar þátt í hljómsveitarstarfinu.

 

Efnisskrá:

Giuseppe Torelli  - Trompetkonsert í D-dúr

Antonin Dvorák – Sinfónía nr 9 í e-moll  „Úr nýja heiminum“

 

Einleikarar eru Árni Daníel Árnason trompetnemandi úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar

Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana.

 

Miðaverð er 3000 kr. fyrir fullorðna og 1500 fyrir börn og eldri borgara

Til baka
Hafðu samband