Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur Tónlistarskólanna

30.01.2018 16:54
Dagur Tónlistarskólanna

Dagur Tónlistarskólanna er haldinn árlega í Tónlistarskóla Garðabæjar, að þessu sinni þann 10. febrúar næstkomandi.

Í ár fer öll dagskráin fram í Kirkjulundi 11, kl. 10.30 – 15.00.  Haldnir verða 14 stuttir tónleikar í tónleikasal og blásarasal skólans þar sem fram koma hljómsveitir, samspilshópar af ýmsum stærðum og gerðum, söngvarar og einleikarar.  Tónlistin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg.

Nánari upplýsingar um efnisskrá og tónleikatíma verða birtar þegar nær dregur.                                 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

Til baka
Hafðu samband