Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikið um að vera í Tónlistarskólanum í desember

05.12.2018 10:22

Nemendur fara út um víðan völl og spila á hinum ýmsu stöðum í bæjarfélaginu í desember auk þess sem þeir eru að spila á hefðbundnum jólatónleikum bæði í tónleikasal skólans í Kirkjulundi, Vídalínskirkju og Bessastaðakirkju. Það má sjá upplýsingar um þá tónleika undir flipanum "viðburðir" hér til hægri á síðunni.

Fyrir utan hefðbundna tónleika koma nemendur skólans fram við hin ýmsu tækifæri í bænum. Þegar kveikt var á jólatrénu á Garðatorgi, spila á Aðventukvöldi í Bessastaðakirkju, á aðventustund barnanna í Bessastaðakirkju, fyrir eldri borgara á Álftanesi. Jólastund fyrir alla í 2. og 3. bekk í bæjarfélaginu er boðið á jólastund í tónlistarskólanum þar sem nemendur skólans ásamt hljómsveit hússins koma fram og ýmislegt fleira verður á döfinni í desember.

Svo má sjá upplýsingar um hvenær hver kennari er með jólatónfundi undir flipanum "Tónfundir" .

Til baka
Hafðu samband