Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólastund fyrir grunnskólabörn

10.12.2018 19:52

Þriðjudaginn 11. desember er öllum grunnskólanemendum í 2. og 3. bekk í Garðabæ boðið á notalega jólastund í tónleikasal skólans í Kirkjulundi. Nokkir nemendur spila jólalög á klarínettur, þverflautur, túbu, básúnu, trompet, franskt horn og með þeim spilar hljómsveit hússins sem samanstendur af píanóleikara, trommuleikara og bassaleikara.

Til baka
Hafðu samband