Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

21.01.2019 11:33

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, skipuð tónlistarnemum úr tónlistarskólum á suðvesturhorni landsins, heldur árlega tónleika sína í Langholtskirkju miðvikudaginn 23. janúar kl. 20.00, að loknu þriggja vikna námskeiði í hljómsveitarleik. Að þessu sinni eru 13 nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar í hljómsveitinni.

Efnisskrá:

Carlos Seixas: Sembalkonsert í A dúr

W. A Mozart: Aríur úr Brúðkaupi Fígarós

César Frank: Sinfónía í d moll

Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson

Einleikari á sembal: Jóhann Gísli Ólafsson

Einsöngvari: Guðfinnur Sveinsson

Almennt miðaverð: 3000 kr.

Nemar, öryrkjar, eldri borgarar: 2000 kr.

 

 
Til baka
Hafðu samband