Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þátttaka TG á Jazzhátíð Garðabæjar 25. - 27. apríl 2019

23.04.2019 12:26

Jazzhátíð Garðabæjar fer fram dagana 25. - 27. apríl n.k í safnaðarheimili Vídalínskirkju og hefjast allir tónleikar kl. 20.30. Hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar leika frá kl. 20.00 öll kvöldin.

Á fimmtudagskvöld leikur hljómsveit undir stjórn Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar. Á föstudagskvöld leikur hljómsveit undir stjórn Jakobs Hagedorn-Olsen og á laugardagskvöld hljómsveit undir stjórn Gunnars Hilmarssonar.

Jazzhátíð Garðabæjar hefur verið haldin árlega frá árinu 2006 og er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Sigurður Flosason tónlistarmaður og fyrrum bæjarlistamaður Garðabæjar.

Á jazzhátíðunum hefur verið boðið upp á fjölbreytta dagskrá með mörgum af bestu jazztónlistarmönnum landsins. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Hér má sjá nánar um dagskrá og flytjendur jazzhátíðar 2019: https://www.gardabaer.is/mannlif/menning-og-listir/menningarstarf/jazzhatid-gardabaejar/

 

 

Til baka
Hafðu samband