Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

School Archive nemendaskráningarkerfi

19.09.2019 11:05

Í Tónlistarskóla Garðabæjar er notast við nemendaskráningarkerfið School Archive. Þetta kerfi er sérhannað fyrir tónlistarskóla og vinnur á svipaðan hátt og Mentor gerir fyrir grunnskólann. Kerfið heldur utan um alls konar hluti tengda náminu s.s. miðsvetrarmat, vormat, próf, tónleika sem nemendur spila á, mætingu og fleira.

Foreldrar/forráðamenn geta skráð sig inn á slóðina https://schoolarchive.is/innskráning með rafrænum skilríkjum eða íslykli til að sjá frekari upplýsingar og geta einnig tilkynnt veikindi eða önnur forföll fyrir nemendur í gegnum kerfið.

Allar nánari upplýsingar eru hér á heimasíðu skólans undir flipanum Um skólann - School Archive nemendaskráningarkerfi

 

Til baka
Hafðu samband