Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldraviðtöl vikuna 30. september - 4. október

25.09.2019 11:20

Vikuna 30. september - 4. október verða foreldraviðtöl í Tónlistarskóla Garðabæjar.

Tilgangur foreldraviðtalanna er að skapa tengsl milli forráðamanna nemanda og kennara þeirra, fara yfir námsframvinduna, gildi heimaæfinga og hvað er framundan í skólastarfinu.

Hljóðfærakennarar sjá um að boða foreldra/forráðamenn í viðtölin og fara þau fram í hljóðfæratíma nemenda nema að kennarar taki annað fram. 

Til baka
Hafðu samband