Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Óskalög" blásarasveitarmaraþon í Hörpu

12.11.2019 12:15

Íslenskar skólalúðrasveitir fjölmenna í Silfurberg sunnudaginn 17. nóvember með sannkallaða maraþontónleika. Þema tónleikanna er "Óskalög" og hafa hljómsveitirnar frjálsar hendur við að velja sér sín eigin óskalög til að flytja. Það má því búast við mjög fjölbreyttri efnisskrá á tónleikunum, sem standa frá klukkan 11 - 18.  Skipt er um hljómsveit á heila og hálfa tímanum og koma þar fram samtals fjórtán lúðrasveitir víðs vegar að af landinu. Kynnir er Jón Guðmundsson.

 Samtök íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL) standa fyrir viðburðinum með það að markmiði að vekja athygli á starfi íslenskra skólalúðrasveita, bæði út á við og ekki síst inn á við, þ.e. að gefa þeim sem eru í lúðrasveit kost á að sjá og heyra í öðrum hljómsveitum.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

 B og C sveitir Tónlistarskóla Garðabæjar koma fram kl. 14.00 - 14.30

Til baka
Hafðu samband