Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur tónlistarskólanna laugardaginn 8.febrúar

29.01.2020 11:48
Dagur tónlistarskólanna laugardaginn 8.febrúar

Dagur tónlistarskólanna er haldin árlega í Tónlistarskóla Garðabæjar líkt og í mörgum tónlistarskólum landsins. Í ár er haldið upp á daginn laugardaginn 8. febrúar.

Markmiðið með Degi tónlistarskólanna er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna í landinu og eins að styrkja tengsl við nærsamfélagið.

Samspil er meginþema á Degi tónlistarskólanna í Tónlistarskóla Garðabæjar og bera tónleikar dagsins þess glöggt merki.

Haldnir verða 14 stuttir tónleikar í tónleikasal og blásarasal skólans í Kirkjulundi 11, þar sem fram koma hljómsveitir, samspilshópar af ýmsum stærðum og gerðum, söngvarar og einleikarar. Tónlistin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg.

 Tónleikar verða haldnir kl. 10.30, 11.00, 11, 30, 13.00, 13.30, 14.00 og 14.30 í báðum sölum skólans að Kirkjulundi 11 eins og fyrr sagði.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Til baka
Hafðu samband