Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rauð veðurviðvörun föstudaginn 14. febrúar

13.02.2020 19:57

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftaka-veðurs á morgun, föstudag 14. febrúar.

Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7.00 til 11.00 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Svo tekur appelsínugul veðurviðvörun  við frá kl. 11.00 - 15.00.

Í ljósi þess fellur öll kennsla niður til kl. 15.00 í Tónlistarskóla Garðabæjar á morgun. Vinsamlegast fylgist með fréttum ef að viðvaranir verða í gildi lengur en til kl. 15.00 en þá verða settar frekari upplýsingar á heimasíðuna.

Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í fyrramálið og fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum í fjölmiðlum. Samkvæmt spám á veður að ganga niður eftir hádegi og verður hægt að vera á ferðinni eftir kl. 15.00 að öllu óbreyttu.  Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir eru á síðu Veðurstofunnar.

Til baka
Hafðu samband