Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breytingar á kennslufyrirkomulagi í Tónlistarskólanum 17. og 18. mars

16.03.2020 17:17

Kennsla í Tónlistarskólanum í Garðabæ verður ekki með sama sniði og venjulega næstu vikurnar. Allar hljómsveitaæfingar, samspilsæfingar, Suzukihóptímar, hóptímar í blásarafornámi, gítarfornám, tónfræðitímar og aðrar hliðargreinar falla niður.

Allir tónleikar sem voru fyrirhugaðir fram að páskum auk viðburða utan skólans falla niður.

Því miður getur Tónlistarskólinn ekki sinnt hljóðfærakennslu samkvæmt stundaskrá nema að hluta. Engin hljóðfærakennsla á vegum TG getur farið fram í húsnæði grunnskólanna næstu 4 vikurnar en erum við að leita leiða til að allir nemendur geti átt samskipti við tónlistarkennarann sinn á meðan þetta ástand varir.

Þriðjudaginn 17. mars og miðvikudaginn 18. mars verða allir einkatímar kenndir samkvæmt stundaskrá í húsnæði skólans Kirkjulundi 11.

Kennsla fer fram í húsnæði skólans á Álftanesi eftir kl. 14.00 samkvæmt stundaskrá 17. og 18. mars. Vinsamlegast athugið að á Álftanesi þarf inngangur í Álftanesskóla að vera læstur en kennarar munu koma og opna fyrir nemendum.

Því miður falla hljóðfæratímar niður hjá mörgum okkar nemenda næstu daga, en Tónlistarskólinn ítrekar að verið er að leita leiða til að nemendur geti átt samskipti við sína kennara eins og fram kemur hér að ofan.

Mætingar og umgengnisreglur:

Vinsamlega sendið ekki nemendur til okkar sem eru með flensueinkenni s.s hita og hálsbólgu en þá skulu nemendur halda sig heima og fara eftir leiðbeiningum landlæknis. www.landlaeknir.is

Tónlistarskólinn óskar eftir að nemendur komi um leið og þeirra tími hefst og yfirgefi skólann um leið og tíma lýkur. Einnig er miðað við að takmarka komur foreldra inn í húsnæði Tónlistarskólans.

Þrátt fyrir þessa stöðu mála í samfélaginu þá hvetur Tónlistarskólinn nemendur til að halda áfram að æfa sig, vinna jafnt og þétt að þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér með kennurum sínum.

Tónlistarskólinn hvetur foreldra og forráðamenn til að styðja og hvetja börn sín og hjálpa þeim við að ná markmiðum sínum í hljóðfæranáminu.

 Um leið og línur fara að skýrast frekar fá foreldrar og forráðamenn póst frá skólanum.

Til baka
Hafðu samband