Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf TG næstu daga

18.03.2020 13:50

Næstu daga og vikurnar fram að páskum verður hljóðfærakennslan í Tónlistarskólanum með breyttu sniði eins og áður hefur komið fram.

Við höldum því fyrirkomulagi sem áður hefur verið kynnt  þ.e. að nemendur sem eiga tíma í Kirkjulundi sæki þá samkvæmt stundaskrá og nemendur á Álftanesi mega sækja tíma frá kl. 13.00 samkvæmt stundaskrá.

Það er ljóst að flestir sem sækja tímana sína í grunnskólunum á skólatíma missa sína tíma í þessari viku og þykir okkur það leitt.

Við erum að reyna að færa nemendur sem sækja tíma í grunnskólunum og bjóða þeim tíma í starfsstöðvum skólans eftir því sem kostur er.  Þetta getur því miður ekki alltaf gengið upp,

Kennarar eru þó að leitast við og skoða þessa dagana að breyta kennslu þannig að allir fái a.mk. einn tíma á viku. Einnig er verið að skoða að kenna gegnum forrit eins og skype, facetime og þess háttar tækni.

Kennarar eru að vinna í þessu og munu vera í góðu sambandi við foreldra til að finna lausnir.

Við vonum að frá og með næstu viku geti sem flestir nemendur okkar fengið tíma með kennurum sínum jafnvel þó að það verði styttri tíma en vanalega hvort sem það verður í húsnæði skólans eða í fjarkennslu.

Að gefnu tilefni viljum við ítreka að allir tónfræðitímar og aðrar hljóðargreinar, hljómsveitarstarf, samspil og Suzukihóptímar falla niður.  Þá fellur niður allt skipulagt tónleikahalda á vegum skólans og tengdir viðburðir.

Minnum á að nemendur komi ekki í tónlistarskólann ef þeir hafa flensueinkenni það sama á við um kennara skólans.

Við vekjum athygli á því að skólinn er sótthreinsaður oft á dag. Kennarar gæta ýtrasta hreinlætis sjálfir auk þess að sjá um að sótthreinsa á milli nemenda s.s. statíf, píanó, hurðahúna ofl.  Þá eru allir nemendur beðnir um að þvo sér hendur og spritta áður en tími hefst. 

Við hvetjum nemendur til  að nota tímann vel og halda áfram að æfa sig og njóta tónlistarinnar. 

 

Til baka
Hafðu samband