Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulag skólastarfs í Tónlistarskóla Garðabæjar fram að páskum

24.03.2020 13:40

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út ráðleggingar vegna tónlistarkennslu í ljósi hertra reglna um samkomubann.

 Í ráðlegginunum er hvatt til að tónlistarkennsla fari sem mest fram í formi fjarkennslu og að allra leiða sé leitað til að viðhalda virkni nemenda og framvindu náms eftir því sem hægt er.

Í ljósi ofangreindra ráðlegginga þá munu kennarar TG verða í samskiptum við nemendur í gegnum mismunandi miðla fyrir fjarkennslu s.s. skype, facetime, zoom, og í einhverjum tilfellum munu kennarar óska eftir að nemendur sendi upptökur af hljóðfæraleik/söng og senda þeim til baka ráðleggingar og leiðbeiningar.

 Við viljum benda á að tímar kenndir í fjarkennslu eru krefjandi fyrir einbeitingu og framsetningu bæði fyrir nemendur og kennara og því má gera ráð fyrir að í einhverjum tilvikum verði kennslustundir styttri.

Einnig bendum við á að aðstoð foreldra er áríðandi bæði við skipulag og framkvæmd fjarkennslutíma.

Skólinn leggur áherslu á að kennarar og nemendur geti haft samskipti með einhverjum hætti, svo er það kennarans að útfæra og það getur verið mismunandi eftir hljóðfærum hvernig sú útfærsla fer fram.

Þetta fyrirkomulag gildir fram að páskum, en eftir páska verður staðan endurmetin.

Tilgangurinn er að lágmarka fjölda og samgang starfsfólks og nemenda í húsnæði skólans og þar með minnka hættuna á smiti. Við erum ekki að loka skólanum heldur aðeins að breyta verklagi okkar tímabundið til að tryggja öryggi okkar allra.

Vorpróf í hljóðfæraleik/söng og tónfræðigreinum:

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta vorprófum tónlistarskólans um óákveðin tíma. Við stefnum hins vegar enn að því að áfangapróf skólans (grunnpróf/miðpróf/framhaldspróf) fari fram að óbreyttu.

Forráðamenn eru vinsamlega beðnir um að bregðast sem fyrst við póstum varðandi áætlanir kennara og aðstoða börn sín við að æfa sig og vera í sambandi við kennara sína.

Gangi okkur öllum sem allra best í þessum framandi aðstæðum :-)

Til baka
Hafðu samband