Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskafrí

03.04.2020 15:37

Páskafrí í Tónlistarskóla Garðabæjar hefst mánudaginn 6. apríl og kennsla hefst svo aftur að loknu páskafríi þriðjudaginn 14.apríl.

Í ljósi þess að samkomubann hefur verið framlengt til 4. maí mun kennsla í TG að mestu fara fram í fjarkennslutímum eins og fyrir páska.

Samkvæmt nýjum upplýsingum um misgott öryggi samskiptamiðla fyrir fjarkennsluna þá verður að breyta samskiptafyrirkomulagi fjarkennslunnar eftir páskafrí þannig að kennarar TG verði eingöngu í samskiptum við nemendur sína í gegnum Google-suite eða Skype. Google-suite er sama kerfi og grunnskólar Garðabæjar nota.

Skólinn og kennarar munu verða í sambandi við nemendur/forráðamenn um fyrirkomulag fjarkennslunnar fyrir fyrstu tíma eftir páskafrí.

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska.

Tónlistarskóli Garðabæjar

Til baka
Hafðu samband