Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Varðandi kennslu í TG frá 4. - 28.maí

30.04.2020 16:45

Frá og með mánudeginum 4. maí verða hljóðfæra- og söngtímar kenndir samkvæmt stundaskrá á öllum starfsstöðum skólans. Kennt verður til 28. maí þar sem tónfundir, vorpróf og aðrir viðburðir falla að mestu leyti niður.

Nemendur hafa þegar fengið upplýsingar um fyrirkomulag tónfræðikennslu út maí frá tónfræðikennurum og mæta í tíma og/eða skila verkefnum í samræmi við þeirra leiðbeiningar. Það sama gildir um hliðargreinar í framhaldsáfanga. Hljómsveitastarf fellur niður að mestu, en nemendur fá upplýsingar frá kennurum um fyrirkomulagið.

Samspil fer fram þar sem hægt er að koma því við.

Suzukihóptímar falla niður.

Öll áfangapróf (grunn-, mið-, og framhaldspróf) sem hafa verið undirbúin fara fram og fá nemendur sem taka áfangapróf upplýsingar frá kennurum sínum um próftíma.

Vinsamlegast athugið að á Álftanesi þarf inngangur í Álftanesskóla að vera læstur en kennarar munu koma og opna fyrir nemendum.

Biðjum nemendur að koma ekki í tónlistarskólann ef að þeir hafa flensueinkenni og það sama gildir um kennara skólans. Það eru nokkrir kennarar sem munu ljúka skólaárinu í fjarkennslu af heilsufarsástæðum og verða þeir í sambandi við sína nemendur.

Við vekjum athygli á því að sérstaklega er hugað að hreinlæti í húsnæði skólans. Kennarar gæta ýtrasta hreinlætis sjálfir auk þess að sjá um að sótthreinsa á milli nemenda s.s. statíf, píanó, hurðarhúna o.fl. Þá eru allir nemendur beðnir um að þvo sér um hendur og spritta áður en tími hefst.

Við viljum þakka ykkur hversu vel þið hafið aðlagað ykkur að breyttum aðstæðum síðustu vikur og hlökkum mikið til að fá ykkur aftur í skólann.

Til baka
Hafðu samband