Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Covid19 reglur í Tónlistarskóla Garðabæjar 1. október 2020

01.10.2020 17:32

Covid19 reglur í Tónlistarskóla Garðabæjar 1. október 2020. Breytingar verða uppfærðar jafnóðum og þær berast.

Umgangur foreldra/forráðamanna og fullorðinna gesta (yfir 16 ára)  er ekki leyfður í skólahúsnæðinu. Undantekning er umgangur þeirra foreldra sem þurfa nauðsynlega að vera með nemendum í tíma t.d. Suzuki foreldrar (eitt foreldri með hverju barni)  Þessir foreldrar þurfa að bera sóttvarnargrímur strax og þeir koma í hús.

Öllum nemendum og starfsfólki ber að þvo sér reglulega um hendur og spritta.

Öllum nemendum 16 ára og eldri ber að nota sóttvarnargrímur þar sem því er við komið. Ef nemendur geta ekki notað grímur í hljóðfæratímum eins og t.d. blásara- og söngnámi, er ætlast til að kennari beri grímu og allir reyni að viðhalda tveggja metra reglunni.

Í hljómsveitum sem hafa blandaðan aldurshóp, þarf að aðskilja eldri nemendur frá hópnum ef að hægt er, annars verða þeir að taka frí.

Nemendum 16 ára og eldri sem eru í tónfræðahóptímum, ber að vera með grímu og halda eins metra reglunni.

Ef kennari er í sóttkví mun hann halda sambandi við nemendur rafrænt í fjarkennslu, síma eða pósti eftir því sem aðstæður leyfa. Ef nemandi er í sóttkví ber kennara ekki að kenna viðkomandi.

Ef kennnari eða nemandi er með kvef eða flensueinkenni er hann vinsamlega beðinn að mæta ekki í skólann meðan slíkt ástand varir.

Að lokum viljum við minna ykkur á að virða allar almennar sóttvarnarreglur og hjálpast þannig að við að bera sameiginlega ábyrgð.

Til baka
Hafðu samband