Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mánudagur 5. október - Tónlistarkennsla fellur niður í öllum grunnskólum Garðabæjar og á Álftanesi

04.10.2020 22:28

Í ljósi hertra reglna um sóttvarnir sem taka gildi á morgun þá verðum við því miður að fella niður tónlistarkennslu í öllum grunnskólum Garðabæjar á morgun, mánudaginn 5. október. Þetta á einnig við um tónlistarkennslu sem fer fram á Álftanesi.

Kennsla mun hinsvegar fara fram samkvæmt stundaskrá í húsnæði skólans, Kirkjulundi 11, fyrir utan blásarasveitaræfingar, en þær falla niður næstu tvær vikur.

Verið er að leita leiða til að kennslan geti farið fram með einhverjum hætti næstu tvær vikurnar á meðan hertar reglur um sóttvarnir eru í gildi og verða upplýsingar sendar til foreldra/forráðamanna um leið og þær liggja fyrir. 

Til baka
Hafðu samband