Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hljóðfæra- og söngkennsla 3. - 17. nóvember

02.11.2020 18:03

Hljóðfæra- og söngkennsla í Tónlistarskóla Garðabæjar verður samkvæmt stundaskrá á starfsstöðvum skólans frá 3. - 17. nóvember n.k. eða á meðan hertar sóttvarnarreglur eru í gildi.

Undantekning er Hofstaðaskóli en þar fellur niður öll kennsla á vegum Tónlistarskólans á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember, þar sem við höfum ekki getað undirbúið kennslurými sem skyldi með tilliti til sóttvarna í skólanum. Frá og með 4. nóvember verður tónlistarkennsla þar samkvæmt stundaskrá.

Hliðargreinar: Tónfræðikennsla á grunn- mið- og framhaldsnámi eru kennd í fjarkennsluformi og hafa nemendur fengið upplýsingar um þá tíma.

Allt hljómsveitarstarf, samspil, samsöngur og Suzukihóptímar falla niður líkt og verið hefur síðustu vikurnar.

Sóttvarnir: Grímuskylda er í skólanum fyrir nemendur fædda árið 2011 og eldri. Kennarar verða einnig með grímur auk þess sem að þeir sjá um að tryggja sótthreinsun milli nemenda. 

Vinsamlegast sendið ekki nemendur í Tónlistarskólann sem eru með flensueinkenni s.s. hálsbólgu, kvef, hita, en þá skulu nemendur halda sig heima og fara eftir leiðbeiningum landlæknis. Sömu tilmæli gilda um kennara skólans. Þá brýnum við fyrir öllum að þvo og spritta hendur oft og reglulega.

Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að koma ekki inn í húsnæði Tónlistarskólans nema brýna nauðsyn beri til. 

Tónlistarskólinn hvetur foreldra og forráðamenn til að styðja og hvetja börn sín og hjálpa þeim við að ná markmiðum sínum í hljóðfæranáminu. 

Til baka
Hafðu samband