Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorpróf 22. - 26. mars

19.03.2021 11:23

 

Vorpróf í hljóðfæraleik og tónfræði verða í vikunni 22. - 26. mars. Vinsamlega athugið að það taka ekki allir nemendur vorpróf, sjá nánar um fyrirkomulag í prófaviku hér fyrir neðan.

Nemendur fá upplýsingar um próftíma og verkefni hjá kennurum sínum. 

Fyrirkomulag kennslu í prófvikunni verður sem hér segir:

  • Hljóðfærakennsla/söngkennsla þeirra nemenda sem taka vorpróf fellur niður nema að kennarar hafi sent upplýsingar um annað.
  • Kennsla fer fram hjá þeim nemendum sem ekki taka vorpróf, en stefna að áfangaprófum/tónleikaprófum í vor eða geta af einhverjum ástæðum ekki tekið vorprófin fyrr en síðar á skólaárinu. Athugið þó að ekki verður í öllum tilfellum hægt að kenna skv. stundaskrá og munu viðkomandi kennarar láta nemendur sína vita af nýjum tímasetningum. 
  • Kennsla fer fram í hliðargreinatímum, samspilum og blásara/strengjasveitum.
  • Suzukitímar hjá píanó, fiðlu, víólu og selló verða samkvæmt stundaskrá.
  • Nemendur í blásarafornámi og gítarfornámi taka ekki vorpróf og er kennsla hjá þeim samkvæmt stundaskrá.
Til baka
Hafðu samband