Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf hefst kl. 10.00 þriðjudaginn 6.apríl

05.04.2021 16:34

Skólastarf í Garðabæ hefst ekki fyrr en kl. 10.00 í fyrramálið og á það einnig við um tónlistarskólann. Kennsla fellur því niður hjá þeim nemendum sem eiga tíma fyrir kl. 10.00

Samkvæmt nýjustu reglugerðinni vegna covid-19 sem gildir til 15.apríl getum við kennt alla hljóðfæra- og söngtíma frá og með þriðjudeginum 6.apríl n.k.

Tímar í tónfræði og í öðrum hliðargreinum (tónlistarsaga, hljómfræði, tónheyrn, jazzhljómfræði) fara fram samkvæmt stundaskrá með þeim sóttvörnum sem við eiga hverju sinni með tilliti til aldurs.

Öll samspil og æfingar strengjasveita fara fram samkvæmt stundaskrá með þeim sóttvörnum sem við eiga hverju sinni með tilliti til aldurs.

Suzukihljóðfæratímar og Suzukihóptímar fara fram án þátttöku foreldra. 

Foreldrar/forráðamenn komi ekki inn í húsnæði tónlistarskólans nema brýna nauðsyn beri til.

A blásarasveitin æfir samkvæmt stundaskrá.

Æfingar hjá C blásarasveitinni og Stórsveitinni falla niður þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð og tryggja viðeigandi sóttvarnir.

Nemendur fæddir 2004 eða fyrr skulu nota andlitsgrímur þar sem nálægðartakmörkunum verður ekki við komið, sé þess kostur.

Minnum á mikilvægi þess að þvo og spritta hendur þegar komið er í tónlistarskólann. Ef nemendur eru með flensueinkenni þá eiga þeir að halda sig heima.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20sk%c3%b3lastarfi%20vegna%20fars%c3%b3ttar_hreint%20lokaskjal.pdf

 

Til baka
Hafðu samband