Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Saxófónleikarinn Jess Gillam leiðbeinir á masterklass í dag!

27.10.2021 11:52

Í dag, miðvikudaginn 27. október verður masterklass fyrir saxófónnemendur í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.

Hinn þekkti saxófónleikari Jess Gillam, sem er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld, mun leiðbeina nemendum úr nokkrum tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Í kynningu Sinfóníunnar segir: "Breski saxófónleikarinn Jess Gillam hefur vakið fádæma hrifningu tónlistarunnenda undanfarin ár". "Hún breiðir út gleði hvar sem hún fer" sagði Times um leik hennar.

Það er því ljóst að það er mikill fengur fyrir íslenska saxófónnemendur að njóta leiðsagnar hennar.

Til baka
Hafðu samband