Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilegt ár!

03.01.2022 18:25

Gleðilegt ár kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn.

Enn á ný þurfum við að taka mið að gildandi sóttvarnarreglum í skólastarfinu. Þetta er orðið kunnulegt stef en hér koma upplýsingar um skólastarfið fram til 12. janúar n.k.

- Allir einkatímar í hljóðfæraleik og söng fara fram samkvæmt stundaskrá.

- Æfingar falla niður hjá öllum hljómsveitum og samspilum. Suzukihóptímar falla niður.

- Kennarar tónfræðigreina í framhaldsáfanga (hljómfræði, jazzhljómfræði, tónlistarsögu og tónheyrn) verða í sambandi við nemendur varðandi fyrirkomulag kennslunnar, en kennslan verður ýmist stað- eða fjarkennsla.

- Verið er að skoða fyrirkomulag tónfræðikennslu m.t.t. sóttvarna og verður það kynnt á næstu dögum. 

- Eitt foreldri má fylgja barni sínu í Suzukihljóðfæratíma og þarf að bera grímu og gæta vel að sóttvörnum.

- Foreldrar og forráðamenn mega ekki koma inn í húsnæði skólans nema brýna nauðsyn beri til og gildir þá grímuskylda.

Sóttvarnir

Kennarar bera grímu í kennslu ef að ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli kennarara og nemenda. Nemendur á leikskólaaldri og nemendur í 1. - 10. bekk eru undanskilin grímunotkun.

Við hvetjum nemendur til að þvo og spritta hendur og gæta að persónulegum sóttvörnum í hvívetna. Kennarar sótthreinsa á milli nemenda.

Ef að nemendur eru með flensulík einkenni þá komi þeir ekki í skólann og það sama gildir um kennara skólans.

Til baka
Hafðu samband