Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilkynning forfalla

05.01.2022 13:21

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn.

Það er talsvert um forföll hjá nemendum þessa dagana, bæði vegna veikinda eða nemendur eru í sóttkví eða smitgát.

Við í tónlistarskólanum erum með annað kerfi en grunnskólinn til að halda utan um mætingu hjá okkur og þessi kerfi "tala ekki saman" þannig að við fáum ekki upplýsingar um forföll í gegnum grunnskólann.

Við biðjum ykkur því vinsamlega að boða forföll á skrifstofu skólans í síma 591 4500, beint til kennara eða gegnum kerfi tónlistarskólans hér

Til baka
Hafðu samband