Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónlistarnæring - Tónleikar miðvikudaginn 2. nóvember kl. 12.15

01.11.2022 20:45

Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 12.15 verða haldnir hádegistónleikar í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund.

Fram koma: Margrét Hrafnsdóttir sópransöngkona, Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari, Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari og Þorgrímur Jónsson bassaleikari.

Þau flytja seiðandi tóna suðrænnar tónlistar og flytja lög eftir Sunny Skylar, Luiz Bonfa og Joaquin Rodrigo en lögin eru í útsetningum Péturs, Þórarins og Þorgríms.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Tónleikarnir eru liður í röðinni Tónlistarnæring sem menningar- og safnanefnd Garðabæjar kostar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Ólöf Breiðfjörð.

Til baka
Hafðu samband