Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólatónleikar í Tónlistarskólanum og aðrir viðburðir á aðventunni

27.11.2022 15:16

Þessa dagana fara fram jólatónleikar í Tónlistarskólanum og einnig koma nemendur skólans fram á hinum ýmsu viðburðum á aðventunni. 

Blásarasveitir A, B og C ásamt Stórsveit TG og blásarafornámi komu fram á tónleikum sl. fimmtudag í Vídalínskirkju þar sem um 100 hljóðfæraleikarar komu fram og stóðu sig með miklum sóma.

Blásarasveitir B og C komu fram og léku nokkur lög þegar ljósin voru tendruð jólatrénu á Garðatorgi.

Eldri flautukór skólans kemur fram á aðventukvöldi í Bessastaðakirkju á fysta sunnudegi í aðventu og leikur nokkur lög.

Framundan eru fjölmargir tónleikar í tónleikasal í Kirkjulundi og á Álftanesi þar sem nemendur koma fram og má sjá alla þessa atburði á viðburðatalinu hér til hægri á heimasíðunni.

Til baka
Hafðu samband