Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hljóðfæraleiga og ábyrgð leigjenda

Hægt er að leigja blásturshljóðfæri og strengjahljóðfæri (nema gítar) fyrstu námsárin. Skólinn mælist þó til þess að nemendur eignist eigin hljóðfæri eins fljótt og verða má, því reynslan hefur sýnt að viðhorf þeirra til námsins breytist mikið þegar leikið er á eigið hljóðfæri.
 
Leigjendur hljóðfæra bera alfarið ábyrgð á skemmdum sem verða á lánstímanum, sem og bilunum sem rekja má til notkunar eða meðferðar nemandans og skuldbinda sig til að greiða allan kostnað því samfara.
 
Foreldrar/forráðamenn skrifa undir hljóðfæraleigusamning þar sem m.a. eru skilmálar um meðferð hljóðfæra.
 
Leigugjaldið fyrir skólaárið 2023-2024 er 13.400
Hafðu samband