Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hlutverk og meginmarkmið

Hlutverk skólans er að stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, njóta og greina tónlist og jafnframt að gera þau að virkum hlustendum. Einnig að efla tónlistarlíf almennt í nær og fjærsamfélagi. Skólinn hyggst ná markmiðum sínum með því að veita almenna tónlistarfræðslu, meðal annars að kenna nemendum sínum að syngja, leika á hljóðfæri, skapa eigin tónlist og taka þátt í fjölbreyttu samspili. Námið er einstaklingsmiðað og leitast er við að kennsluaðferðir og viðfangsefni séu fjölbreytt og við hæfi hvers og eins.

 

Hafðu samband