Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

School Archive nemendaskráningarkerfi

Umsjónavefurinn School Archive er sérhannaður fyrir tónlistarskóla og vinnur á svipaðan hátt og Mentor gerir fyrir grunnskólann.

Inni á vefnum er hægt að skrá forföll nemenda en einnig geta foreldrar/forráðamenn séð upplýsingar um skólasókn og fleira fyrir sitt barn.

Nánari upplýsingar:

1. Skráið ykkur inn á slóðina https://schoolarchive.is/innskráning með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

2. Smellið á þjónustugátt forráðamanna og þá fáið þið upp upplýsingasíðu fyrir ykkar barn. Hægt er að uppfæra upplýsingar um símanúmer, heimilisfang og netfang með því að smella á hnappinn Breyta hjá bæði forráðamanni (greiðanda) og nemanda. Vinsamlegast gefið ykkur tíma til að athuga hvort að þessar upplýsingar séu réttar og uppfærið ef þörf er á.

Neðar á síðunni eru nokkrir flipar sem hægt er að fletta í gegnum og skoða t.d. skólasókn, stundaskrá, verkefni o.fl.

Til að tilkynna forföll/veikindi 

Undir fyrsta flipanum Námsgrein er hægt að tilkynna um forföll með því að smella á hnappinn lengst til hægri Tilkynna fjarveru og smella síðan á hnappinn Skrá og senda tilkynningu.

Tilkynningin skráist sjálfkrafa í kladdann í kerfinu og kennarinn fær auk þess sendan tölvupóst og sms með upplýsingunum.

ATH. Ef nemandi er í fleiri en einum tíma á sama degi þarf að skrá forföll í hvern tíma.

 


Hafðu samband