Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónleikareglur

Tónleikareglur fyrir foreldra/forráðamenn nemenda

 

Mikilvægt er að nemendur sem eiga að koma fram á tónleikum, mæti tímanlega á tónleikastað. 
Hversu snemma er samkomulag við kennara nemandans.
 
Nemendur séu snyrtilegir til fara.
 
Ef að upp koma forföll er nauðsynlegt að tilkynna þau tímanlega til kennara fyrir tónleika.
 
Mikilvægt er að tónleikagestir og nemendur sitji alla tónleikana. Ef að áheyrandi þarf af mjög brýnum ástæðum að yfirgefa tónleika, skal það gert á meðan klappað er á milli atriða.
 
Ef áheyrandi mætir of seint á tónleika er það sjálfsögð tillitsemi að ganga ekki til sætis nema þegar klappað er.
 
Ung börn eru hjartanlega velkomin á tónleika en foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að sjá til þess að þau valdi sem minnstri truflun.
 
Allir hafi slökkt á farsímum (eða stillt á hljóðlaust) meðan á tónleikunum stendur.
 
Hafðu samband