Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Um námið og fyrirkomulag prófa

 

Áfangar

 
Námið skiptist í þrjá áfanga:  
 
Grunnnám
Miðnám
Framhaldsnám 
 
Til grunnnáms telst einnig forskóli og gítarfornám og fyrsti hluti suzukináms.
Þessi áfangaskipting er ekki bundin skipulagi almenna skólakerfisins en þó má finna samsvörun.  Grunnnám fer gjarnan saman við  fyrri hluta grunnskóla, miðnám við seinni hluta grunnskóla og framhaldsnám við framhaldsskóla.  
Þetta er þó alls ekki einhlítt enda mismunandi hvenær nemendur hefja nám og námshraði er mismunandi. 
 
Fullt nám samanstendur af:
 

Grunnáfangi: (3-5ár)

Einkatímar á öll hljóðfæri eða í söng: 50 mínúturá viku
Meðleikur fyrir tónleika.  
Hóptímar í tónfræði 40- 60 mínútur. 3 ár til grunnprófs.
Samspil og hljómsveitir.
Áfanganum lýkur með grunnprófi á hljóðfæri og í tónfræði
 

Miðáfangi: (3-5ár)

Einkatímar á hljóðfæri eða í söng: 60 mínútur á viku 
Meðleikur með hljómsveitarhljóðfærum 15 mínútur á viku
Hóptímar í tónfræði 70- 80 mínútur. 3 ár til miðprófs.
Samspil og hljómsveitir.
Áfanganum lýkur með miðprófi á hljóðfæri og í tónfræði
 

Framhaldsáfangi:  (3-5ár)

Einkatímar á píanó og gítar: 90 mínútur á viku 
Einkatímar á önnur hljóðfæri: 60 mínútur á viku
Meðleikur með sömu hljóðfærum 30 mínútur á viku
Hljómfræði I-II, Tónheyrn I – II, Tónlistarsaga I-II og valáfangi:  Samtals 7 áfangar. Hver tími er 90 mínútur.
Samspil og hljómsveitir
Áfanganum lýkur með framhaldsprófi, framhaldsprófstónleikum og að afloknum 7 áföngum.
 
 

Fyrirkomulag prófa:

 
Hljóðfæra- og söng próf eru þrenns konar:
 

Áfangapróf

Þau eru þrjú og tekin í lok hvers megináfanga.
 1. Grunnpróf
2. Miðpróf
3. Framhaldspróf
Áfangaprófin  eru á vegum Prófanefndar Tónlistarskóla og samræmd að uppbyggingu og viðmiðum. Þau eru metin af prófdómurum á vegum PT.  Um það má lesa á heimasíðu PT Prófanefnd
 
 

Vorpróf

Þau eru árleg og fara fram fyrir páska.  Þau samanstanda af mismörgum þáttum en innihalda að lágmarki 2 verkefni, tónstiga og blaðlestur. Kennarar skipta með sér prófdæmingu.  Einkunn er gefin í bókstöfum og umsögnum. 
Allir nemendur í grunn- og miðáfanga taka vorpróf nema þeir sem taka áfangapróf á sama skólaári.
 

Tónleikapróf

Allir nemendur í framhaldsáfanga leika 20-30 mínútna efnisskrá í sal tónlistarskólans að viðstöddum gestum. Hvatt er til samleiksatriða.  Kennarar skipta með sér prófdæmingu. Einkunn er gefin í bókstöfum og umsögnum. 
 
 
Hafðu samband