Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gítardeild

 

Kennt er á klassískan gítar og rafmagnsgítar

(sjá rythmadeild)
 

Klassískur gítar:

 
Hægt er að hefja nám á gítar frá 7 ára aldri, en er þó alltaf matsatriði og fer eftir stærð og þroska viðkomandi.
 
Nauðsynlegt er að nemandi eigi hljóðfæri.  Við kaup á hljóðfæri er best að hafa samráð við hljóðfærakennarann.  
 
Nám í tónlistarskóla er að stórum hluta byggt á heimanámi.  Æfa þarf daglega en lengd æfingatíma er í samráði við kennara.  Nemandinn þarf að geta æft sig í ró og næði. Gert er ráð fyrir að nemandi þurfi að eignast nótnabækur og nótnastand.
 
Stuðningur heima fyrir er nauðsynlegur í tónlistarnáminu.  Öll hvatning er góð og getur skipt sköpum í náminu. Samstarf foreldra og kennara er einnig mjög mikilvægt og eru foreldrum hvattir til að hafa samband við kennarann utan hefðbundinna foreldraviðtala ef að spurningar vakna.
 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið - námskrá

Hafðu samband