Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jafnréttisáætlun Garðabæjar 2019 - 2022


Markmið jafnréttisáætlunar Tónlistarskóla Garðabæjar er að stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan skólans, jafnt starfsmanna sem nemenda. Í öllu starfi skólans verði unnið gegn viðhorfum sem leiða til aðstöðumunar kvenna og karla sem og gegn þeim neikvæðu viðhorfum sem beinast að mismunandi litarhætti og minnihluta hópum.

Stuðlað er að því að hver einstaklingur nýti hæfileika sína og krafta sem best, óháð andlegu og líkamlegu atgervi, kynferði, kynhneigð, litarhætti, þjóðerni, trú, búsetu eða efnahag. Stefnt er að því að tryggja hverjum og einum viðfangsefni og menntun við hæfi. Konur og karlar eru metin á eigin forsendum, hafa jafna möguleika og sömu réttindi í námi og starfi og til starfsframa.

Jafnréttisáætlun Tónlistarskóla Garðabæjar byggir á lögum nr. nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.010 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir m.a. að kynjum skuli ekki mismunað í skólum og öðrum uppeldisstofnunum og skuli þess gætt að í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur.

Tónlistarskóli Garðabæjar leggur áherslu á:

Samvinnu og sjálfstæði kynja
Lögð skal áhersla á eiginleika hvers einstaklings fremur en kynjamun.
Launajafnrétti. Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu  kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og hvers konar frekari þóknun, beina og óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða öðrum hætti. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár sbr. 14 gr. laga nr. 96/2000.
Auglýsingum um störf eru ókyngreind og þess gætt að hafa bæði kynin í huga við gerð auglýsinga.
Við ráðningar skal leitast við að jafna hlutfall kynanna eftir því sem kostur er

Endurmenntun 

Tryggt verði allir starfsmenn njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið er haldin eru til að auka hæfni í starfi eða undirbúnings öðrum störfum.

Fjölskylduvænn vinnustaður

Leitast skal við að skapa starfsmönnum tækifæri til að samræma fjölskyldulíf og vinnu eftir því sem kostur er.

Starfsandi og líðan 

Lögð er áhersla á góða líðan starfsmanna og góðan starfsanda í skólanum. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og sæti ekki kynferðislegri áreitni, einelti né öðru ofbeldi. Ofbeldi af hvaða tagi sem er verður aldrei liðið í skólanum
Hafðu samband